Aðalfundi frestað
Aðalfundi Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) sem auglýstur hafði verið þann 7. júní nk. hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundartími verður auglýstur fljótlega, en vegna sumarleyfa sem nú fara í hönd er áætlað að hann fari fram um mánaðarmótin ágúst/september Aðilar sem hafa áhuga á að koma inn í stjórn félagsins í haust eru áfram hvattir til að hafa samband við félagið á netfanginu fosa.formadur@gmail.com eða fosa@simnet.is