top of page

Ágrip af sögu félagsins  

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 

Stofnfundur félags opinberra starfsmanna á Austurlandi var haldinn í Hótel Valaskjálf á Héraði 10. mai 1987. Fundarstjóri Hólmfríður Jónsdóttir, gat þess að upphaf félagsins mætti rekja til þess að starfsmenn Egilsstaðahrepps hefðu komið saman í Valaskjálf nokkru áður með það fyrir augum að stofna starfsmannafélag. Starfsmenn Egilsstaðahrepps, Fellahrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps unnu að undirbúningi við stofnun félagsins en um sama leyti gátu félagar ekki lengur átt einstaklingsaðild að BSRB. Stofnfundinn sóttu 41 maður frá ofantöldum hreppum og kaupstöðum og auk þess komu félagar frá Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Nafn félagsins, ,,Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi“ (FOSA) og lög þess voru samþykkt á stofnfundinum.

Fyrstu stjórnina skipuðu eftirtaldir: Hreinn Halldórsson formaður, Þorvaldur Jónsson varaformaður, Jóhann B. Sveinbjörnsson gjaldkeri, Ingibjörg Hallgrímsdóttir ritari, og Anna Björk Guðjónsdóttir meðstjórnandi. Varamenn í stjórn voru Andrés Gunnlaugsson og Guðrún Þ. Elfarsdóttir.

Skömmu eftir stofnun félagsins var gengið til samninga um fyrstu kjarasamninga við viðsemjendur. Búladshrepps,Breiðdalshrepps, Stöðvarhrepps, Búðarhrepps, Reyðarfjarðarhrepps, Eskifjarðarkaupstaðar, Egilsstaðabæjar, Fellahrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Stjórn Sjúkrahúss- og Heilsugæslustöðvarinar á Egilsstöðum. Um fyrstu kjarasamninga FOSA var kosið 20.maí 1987 og þeir samþykktir með miklum meirihluta.

Þann 7.september 1988 var leigð skrifstofu aðstaða að Selási 10 Egilsstöðum var þar til 1990. Starfssemi félagsins fluttist að Mánagötu 13 á Reyðarfirði var þar í nokkur ár. Í dag er skrifstofa félagsins að Stekkjarbrekku 8 á Reyðarfirði.

Fyrsti starfsmaður félagsins var Anna Björk Guðjónsdóttir Egilsstöðum.

Núverandi starfsmaður er Siggerður Pétursdóttir 

Formenn FOSA frá stofnun:

  • Hreini Halldórsson 1987-1990 .

  • Þorvaldur Jónsson 1990-2012

  • Árbjörn Magnússon 2012-2014

  • Ragnar Sigurðsson 2014-2018

Núverandi formaður er Þórður Vilberg Guðmundsson sem tók við starfinu árið 2018 

Félagið nær einnig til starfsmanna sjálfseignarstofnanna, sem eru að meirihluta í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga og vinna í almannaþágu. Félagið er aðili að BSRB. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna með því meðal annars að vera í fyrirsvari um kjarasamninga félaga sinna samkvæmt lögum og reglugerðum um kjarasamninga.

bottom of page