top of page

Félagsaðild

Greiðslumiði fyrir gistingu - Icelandair hótel

Félagið býður félagsmönnum sínum að kaup greiðslumiða fyrir gistingu veturinn 2017-2018 á Icelandair hótelunum á Akureyri, Héraði, Klaustri, Vík, Flúðum, Hamri og Reykjavík Natura. Hver miði er fyrir tvo í gistingu, eina nótt í standard herbergi. Morgunverður er ekki innifalinn. Morgunverður kostar aukalega kr.2900.-per gest.

Upplýsingar eru á skrifstofu FOSA í sima 4741228.

Gildistími greiðslumiðanna er október 2017 til 30.apríl 2018.

Stéttarfélagsverð eru að eins bókanleg í gegn um síma eða tölvupóst hjá Icelandair hótelum, en ekki á netmiðlum(hvorki heimasíðum hótelanna ná öðrum miðlum)

Við bókun/innritun þarf að gefa upp kreditkoranúmer sem tryggingu fyrir herbergi.

Greiðsluávísanir  eru til sölu á Skrifstofu FOSA.

Þeir sem óska eftir að fá miða, greiði inná 176-26-778 kt 580687- 1729 og sendi kvittun á fosa@simnet.is þá verða miðarnir sendir til baka í pósti.

Hafsteinn Ólason  Kelduskógum 1 Egilsstöðum mun afhenda miða gegn greiðslukvittun.

 

Útilegukortið

Félagið hefur ákveðið að niðurgreiða Útilegukort til félagsmanna sinna um 8.000 kr. Allir sem hafa verið félagsmenn s.l.6 mánuði geta sótt um greiðslu.Til að fá endurgreiðslu, þarf að senda kvittun á nafni viðkomandi félagsmanns eða ljósrit af kortinu, hvar viðkomandi vinnur og banka-upplýsingar á skrifstofu FOSA, Stekkjarbrekku 8, 730 Reyðarfjörður, 

netfang fosa@simnet.is, fax 474 1226.

 

Allt um útilegukortið er á www.utilegukort.is

Orlofsdvöl í sumarhúsi

Ákveðið hefur verið að gefa félagsmönnum kost á að sækja  um styrk 15.000. krónur, en þó aldrei hærri en nemur helmingi verðs. Styrknum er úthlutað ef um vikudvöl í sumarhúsi, leigu á Fellihýsi/tjaldvagni er að ræða. Styrkur er greiddur  út að dvöl  lokinni. Framvísa þarf löglega númeruðum vsk-reikningi sem gefinn er út á umsækjanda styrksins.

 

Veiðkortið

Við greiðum niður veiðikortið til félagsmanna. Framvísa þarf kvittun til að fá niðurgreiðsluna sem er 3.000 kr. fyrir hvert kort. Nánari upplýsingar um kortið og sölustaði á www.veidikortið.is

 

Íbúðir félagsins

Ljósheimar 18, Reykjavík, Ljósheimar 22 Reykjavík.

Strandgata 3 Akureyri.

Skálatún 31 Akureyri, heiturpottur.

Orlofsbústaður Úlfsstöðum heiturpottur.

Vikuleiga  frá 30.maí  – 29.ágúst.

bottom of page