Tannlækningar barna – tölfræði – gagnvirk birting
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar 2022 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Í tilefni af tannverndarviku er nýtt mælaborð tannheilsu gert aðgengilegt á vef embættis landlæknis. Mælaborðið er gagnvirkt en þar eru birtar tölulegar upplýsingar, sem varða tannheilsu íslenskra barna. Mælaborðið byggir á gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands og ná þau aftur til ársins 2005. Stefnt er að