top of page

Raunfærnimat um land allt

Ferðalag okkar í gegnum lífið er mismunandi. Á leiðinni söfnum við okkur alls kyns þekkingu og reynslu í bakpokann sem veitir ekki endilega viðurkenningarskjal sem hægt er að leggja fram til staðfestingar á því sem við kunnum. Í raunfærnimati er litið heildstætt á kunnáttu og færni einstaklingsins, burt séð frá því hvar hennar var aflað. Niðurstöður raunfærnimats eru nýttar til að stytta nám eða sýna fram á og auka færni á vinnumarkaði. Það eru tvær megin leiðir í framkvæmd raunfærnimats.


Mat til styttingar á námi:

Þekking einstaklings er metin á móti námskrá náms sem byggir á hæfnigreiningu. Þátttakandi getur fengið áfanga metna að raunfærnimati loknu til styttingar á viðkomandi námi.


Vottun á hæfni

Reynsla einstaklingsins er metin á móti hæfnikröfum starfs sem byggist á hæfnigreiningu. Að matinu loknu kemur fram hvaða hæfniviðmið fást metin og hvar er þörf fyrir starfsþjálfun.


Fræðslu- og símenntunarstöðvar um land allt bjóða upp á raunfærnimat í hinum ýmsu greinum og má finna frekari upplýsingar um raunfærni og matsferlið á vefnum Næsta skref.


Ef þú hefur áhuga á raunfærnimati getur þú haft samband við náms- og starfsráðgjafa Starfsmenntar sem vísar þér veginn.

bottom of page