top of page

Leiðtoginn í lífi þínu

Ert þú leiðtoginn í þínu lífi? Situr þú í sæti ökumannsins eða farþegans þegar kemur að þínum eigin starfsferli?



Það getur verið gott að staldra við reglulega, íhuga hvort við séum á réttri braut og þora að gera breytingar. Tilviljunarkenndar ákvarðanir geta vissulega leitt okkur á áhugaverðar slóðir en það er mikilvægt að vera meðvituð um hvort við erum að velja leiðina eða bara að láta lífið velja hana fyrir okkur.

 

Ef þú ert að upplifa að þú hafir hoppað upp í lestina án þess að gera þér grein fyrir því hvert hún er að fara en vilt íhuga ferðalagið og áfangastaðinn betur - komdu þá í spjall.

Ingibjörg Hanna, náms- og starfsráðgjafi, tekur vel á móti þér hvort sem er á skrifstofu Starfsmenntar Skipholti 50b, í síma eða á Teams.

Ráðgjöfin er félagsfólki aðildarfélaga BSRB að kostnaðarlausu.

Comments


bottom of page