top of page

Kjarasamningur FOSA við Ríkið

Þann 31. mars síðastliðinn skrifaði FOSA undir samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli aðila.


Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 þar sem aðal áherslan er lögð á launahækkanir og kjarabætur. Einnig fylgir samningunum verkáætlun um þætti eins og vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu, fræðslumál, slysatryggingar o.fl. Að auki fylgir samkomulaginu viðauki, þar sem fjallað er um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata.


Það var lögð á það mikil áhersla að tryggja kaupmátt félagsfólks og að samningur tæki við af samningi launahækkanir sem koma til útborgunar þann 1. maí næstkomandi.


Kynningarefni á innihaldi samnings er hægt að nálgast hér. Þar er farið yfir helstu breytingar sem verið er að gera.


Atkvæðagreiðsla um samninginn mun standa yfir næstu daga. Um er að ræða rafræna kosningu og það er fyrirtækið Maskína sem heldur utan um kosninguna fyrir FOSA. Félagsmenn munu á næstunni fá sendan í tölvupósti hlekk frá Maskínu þar sem hægt verður að kjósa um samninginn.

Kosningu lýkur föstudaginn 14. apríl kl. 08:00

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi 

Stekkjarbrekku 8, 730 Reyðarfirði

Sími: 474 1228 - Netpóstur: fosa@simnet.is - fosa.formadur@gmail.com

Rknr: 0176-26-000778 - kt: 580687-1729

©2017 Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

bottom of page