top of page

Katla félagsmannasjóður

Opnað hefur verið fyrir mótttöku á umsóknum í Kötlu félagsmannasjóð fyrir árið 2021.

Í síðustu kjarasamningum við sveitarfélögin var samið um svokallaðan félagsmannasjóð sem launagreiðandi greiðir í með 1,24% framlagi af launum launþega sinna. Öll bæjarstarfsmannafélög á landinu komu sér saman um að láta halda sameiginlega utan um sjóðinn fyrir sína hönd og hlaut sjóðurinn nafnið Katla.


Um er að ræða jöfnunarsjóð sem greiðir félagsmönnum sínum (Starfsmönnum sveitarfélaga og tengdra stofnanna) út einu sinni ári í samræmi við starfstíma og starfshlutfall viðkomandi, að hámarki 98.000 þúsund krónur fyrir árið 2021. Allir sem voru félagsmenn FOSA um lengri eða styttri tíma á árinu 2021, og þáðu laun frá sveitarfélagi eða stofnun á þeirra vegum, eiga rétt á útgreiðslu úr sjóðnum.


Aðeins þeir sem hófu störf eða störfuðu hluta úr árinu 2021, (t.d.sumarstörf) og þeir sem ekki sóttu um styrk árið 2020 og voru starfandi árið 2021 þurfa að leggja inn bankareikning, starfshlutfall og starfstíma.


Þeir sem sóttu um og fengu styrk á árinu 2021 þurfa ekki að endurnýja sína umsókn. Unnið verður með eldri umsóknir.


Hámarks styrkur vegna ársins 2021 er kr. 98.000.- á sjóðsfélaga miðað við fullt starf og hefur hækkað frá því í fyrra. Útgreiðsla úr sjóðnum miðast við starfshlutfall og starfstíma viðmiðunarársins sem er starfsárið 2021, greitt verður út 1.fefrúar n.k.



Comentarios


bottom of page