Fræðsla um styttingu vinnuvikunnar
Nú þegar stytting vinnuvikunnar er á næsta leyti er mikilvægt að trúnaðarmenn og aðrir félagar í aðildarfélögum BSRB séu upplýstir um hvernig ferlið á að vera og hvernig hægt er að vera virkur í samtalinu inni á sínum vinnustað.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið boðað til fjölmennra funda til að kynna ferlið og upplýsa okkar fólk, en vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar gengur það ekki. Þess í stað höfum við hjá BSRB unnið þrjú fræðslumyndbönd þar sem farið er nákvæmlega yfir ferlið. Fyrsta myndbandið er stutt kynningarmyndband en í hinum er fjallað annars vegar um ferlið hjá starfsmönnum sem vinna í dagvinnu en hins vegar hjá þeim sem vinna vaktavinnu.
Nýr vefur um innleiðingu styttri vinnuviku, kynntu þér málið um þetta timumótaverkefni á styttri.is
Comments