Frábær námskeið hjá Starfsmennt 2024
Námskeið Starfsmenntar eru fjölbreytt og miða að því að auka starfsfærni, bæði sértæka og almenna. Námskeið til að styrkja sjálfstraust, efla færni í upplýsingatækni og takast á við breytingar eru til þess fallin að auka almenna starfshæfni því sú færni nýtist alls staðar á vinnumarkaði. Námskeið um sértæk málefni eru ætluð fólki í ákveðnum starfsgreinum eða starfsmönnum tiltekinna stofnana.
Nánar um framboð á námskeiðum á vef Starfsmenntar www.smennt.is
Námið er án endurgjalds fyrir félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar en öðrum er bent á að skoða endurgreiðslumöguleika frá sínum fræðslu- og starfsmenntasjóðum.
Comments