top of page

Endurheimti vilja til að lifa - viðtal við Lindu Guðmundsdóttur á vefsíðu VIRK

„Ráðgjafi VIRK hjá BSRB tók mér vel og í sameiningu lögðum við upp áætlun um endurkomu til vinnu. Ég var dálítið þrjósk, vildi fara þessa vegferð á mínum hraða og fékk að ráða því. Það var afskaplega gott að ræða við ráðgjafann og þar fékk ég ýmis ráð sem sannarlega gáfu mér kjark og þor og ég notfæri mér enn í dag,“ segir Linda Guðmundsdóttir um reynslu sína og árangur í starfsendurhæfingu í viðtali á vef VIRK.

„VIRK er byggt upp sem ákveðið kerfi og fólk þarf að vera tilbúið til að ganga inn í það til að geta tileinkað sér það sem upp á er boðið. Til þess að það sé hægt þarf maður að vera kominn á ákveðinn stað í bata. En þannig er það vafalaust með alla endurhæfingu. Ég er afskaplega þakklát fyrir allt sem VIRK gerði fyrir mig."

Comments


bottom of page