top of page

Fræðslusetrið Starfsmennt

Félagsmönnum FOSA að kosnaðarlausu

Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun / Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál

Námskeið á döfinni í vefnámi: Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun 7. okt. kl. 09:00 – 12:00 Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál NÝTT! 18. nóv. kl. 09:00 – 12:00

Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun / Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál

Martha Árnadóttir, framkvæmdastjóri Dokkunnar, benti nýverið á í viðtali á visir.is að fyrirtæki þyrftu að bjóða upp á sem fjölbreyttasta símenntun fyrir starfsfólk til þess að undirbúa það sem best fyrir þær breytingar sem felast í fjórðu iðnbyltingunni. Annars væri hætta á því að það hefði ekki þá þekkingu sem þarf til að fylgja þessum breytingum eftir. Hún hvetur til þess að markvisst sé unnið að þjálfun sköpunargáfu starfsfólks og getunnar til að kortleggja heildarmyndir í stóra samhenginu. Eins að fólk sé hluti af öflugu tengslaneti. Góður skammtur af eldmóði og forvitni gæti líka komið sér vel. Með þetta í huga býður Starfsmennt m.a. uppá tvö námskeið sem koma til móts við fólk sem hefur áhuga á því að hugsa út fyrir boxið, efla sköpunargleði og þjálfa hjá sér gagnrýna hugsun.

Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun / Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál

Á námskeiðinu Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun (7. okt.), verða kynntar aðferðir og verkfæri sem nýtast við lausn verkefna og leiðir sem efla skapandi og lausnamiðaða hugsun og hvernig innleiða má sköpunargleði í líf og starf.

Skráning á námskeiðið smennt.is

Út fyrir boxið - Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun / Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál

Á námskeiðinu Gagnrýnin hugsun og siðferðisleg álitamál (18. nóv.), verður rætt um ólíka þætti ákvarðanaferlisins og hvernig ákvarðanir geta verið teknar á gagnrýnan máta. Athyglinni verður einkum beint að því hvernig við getum varast að hrapa að ályktunum í einstökum málum með því að gera okkur grein fyrir hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur í hverju tilviki fyrir sig.

Skráning á námskeiðið smennt.is

Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.

bottom of page