Starsdagur félagsmanna FOSA í Grunnskólum
Föstudaginn 18. september nk, er starfsdagur í öllum Grunnskólum eins og venjulega að hausti. Venjan hefur verið sú að starfsmenn FOSA hafa hist þennan dag og haldið hefur verið námskeið og stuttu fundur.
Í ár hafði verið rætt við KSA (Kennarasamband Austurlands) og Skólastjórnendafélagið um að FOSA hefði haldið sameiginlegan starfsdag með þessum félögum. COVID-19 veiran hefur hinsvegar gert það að verkum að ekki verður hægt að halda slíkan dag vegna fjöldatakmarkana og annara sóttvarna og því verður ekkert af venjubundinni dagskrá á þessum degi
Félagsmönnum FOSA í Grunnskólum á Austurlandi býðst þess í stað að taka þátt í námskeiði sem haldið verður í hverjum skóla á vegum KSA í fjarfundi í hverjum skólaf. Boðið er upp á fyrirlesturinn: Fagmennska í fyrirrúmi. Þar er meðal annars fjallað hvernig reynir á fagmennskuna þegar að taka þarf á erfiðum málum, til dæmis að taka erfið samtöl.