top of page

Fosa félagar,þrjú vefnámskeið í haust á vegum Starfsmenntar

Opin skráning á þrjú vefnámskeið á vegum Starfsmenntar

Gerðu ráð fyrir breytingum - Vefnám Fimmtudaginn 17. sept. kl. 09:00 - 12:00 Á þessu námskeiði læra þátttakendur...

  • að skilja og þekkja ferli breytinga

  • að þekkja aðferðir og leiðir til að takast á við breytingar

  • að geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Styttri vinnuvika-betri tímastjórnun - Vefnám Mánudaginn 21. sept. kl. 09:00 - 11:00 Á þessu námskeiði læra þátttakendur...

  • betra skipulag

  • betri forgangsröðun verkefna

  • að skapa meiri tíma fyrir mikilvægustu verkefnin

Þrautseigja í lífi og starfi - Vefnám Fimmtudaginn 24. sept. kl. 09:00 - 12:00 Á þessu námskeiði læra þátttakendur...

  • að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér

  • að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju

  • að beita þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.

Nánari upplýsingar og skráning hjá sment.is

Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.

bottom of page