Það er bannað að mismuna!
Haustið 2018 urðu þær breytingar á íslenskri jafnréttislöggjöf að við bættust tvenn ný lög. Annars vegar lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar og hins vegar lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Jafnréttislöggjöfin nær því ekki lengur aðeins til laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Með hinum nýju lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra á vinnumarkaði enda er atvinnuþátttaka talin ein þýðingarmesta leiðin til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og fátækt. Með lögunum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er auk þess horft til þess að stuðla að virkri þátttöku einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins og koma í veg fyrir félagslega einangrun og sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi rætur hér á landi.
EndFragment