Rafræn kynning og kosning um nýgerða kjarasamninga.
Fyrirhugaðir kynningarfundir vegna nýgerðra kjarasamninga við Ríki og Sveitarfélög verða ekki haldnir vegna óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu. Við teljum enga ástæðu til að storka fyrirmælum stjórnenda og hvað þá örlögum okkar félagsmanna og fjölskyldum þeirra.
Hér að neðan má finna kynningarefni sem hefur verið útbúið vegna samninganna, bæði við Ríki og Sveitarfélög. Auk þess eru báðir samningar hér með undirritaðir.
Auk þess má á vefsíðu BSRB nálgast efni sem í myndbandsformi sem útskýrir, á afar aðgengilegan hátt, þá þætti sem BSRB hafði umsjón með að semja um fyrir okkar hönd. En það er:
Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu
Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu
Breytingar á orlofsmálum
Skil milli vinnu og einkalífs
Jöfnun launa milli markaða og launaþróunartrygging
Rafræn kosning fer svo af stað kl. 12.00 miðvikudag 18. mars og henni lýkur kl. 16.00 22. mars. Allir félagsmenn, sem eru með skráð farsímanúmer eða netfang hjá FOSA fá sendan tengil sem vísar inn á kjörseðil þar sem kosið er – afar einfalt og þægilegt
Mig langar til að hvetja félagsmenn til að taka þátt í kosningunni og láta hug sinn til þessara samninga í ljós!