top of page

Kjarasamninga strax!

StartFragment

StartFragment

Kæru félagar,

Félög opinberra starfsmanna hafa nú um langa hríð staðið í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaga. Öll bæjarstarfsmannafélög á landinu mynduð eina sameiginlega kröfugerð og eina sameiginlega 5 manna samninganefnd sem farið hefur með samningsumboð FOSA í þessum viðræðum

Kjarasamningsviðræður hófust 6. mars 2019. Búið er að ræða kröfugerðina ítrekað og engin niðurstaða komin í nær öll stóru áherslumálin okkar. Viðsemjendur hafa verið með seinagang, verið illa undirbúnir og lítið lausnamiðaðir í sinni nálgun.

Við höfum reynt til hins ítrasta að ná samningum. Enn hefur ekki náðst niðurstaða í stórum málum eins og:

· Jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna markaði

· Styttingu vinnuvikunnar

· Útfærslu launaskriðstryggingarinnar

· Auk annarra mikilvægra mála s.s. orlofsmála, fræðslumála og hækkun greiðslna í styrktar og sjúkrasjóð ofl.

Viðsemjendur hafa einnig gert kröfur um að við gefum eftir mikilvæg réttindi úr kjarasamningi sem við höfum staðið fast gegn og alfarið hafnað.

Kjarasamninga strax!

En nú er komið nóg. Stjórn FOSA samþykkti í síðustu viku að taka þátt í, ásamt 17 öðrum aðildarfélögum BSRB, að hefja vinnu við undirbúning verkfalla til að þrýsta á um samninga. Að okkar mati er það svo að ef ekki verður gripið til verkfallsvopnsins núna er ekkert því til fyrirstöðu að viðsemjendur haldi áfram að draga viðræðurnar í fleiri mánuði og haldi áfram að reyna að þreyta okkur til samninga. Við látum ekki þreyta okkur og munum ekki skrifa undir kjarasamninga nema að ná markmiðum okkar.

Aðgerðir allra félagana hafa nú verið samrýmdar. Stjórn FOSA tók þá ákvörðun að taka þátt í þeim hluta aðgerðanna sem hér eru taldar upp á eftir. Um er ræða skæru verkföll sem ná til allra félagsmanna FOSA sem starfa hjá sveitarfélögum á Austurlandi og heyra undir samninga FOSA við Samband Íslenskra sveitarfélega.

Verkfallsdagar sem FOSA tekur þátt í eru eftirfarandi:

· Frá og með kl. 00:00 mánudaginn 9. mars 2020 til kl. 00:00 miðvikudaginn 11. mars 2020 (tveir sólarhringar) - Allsherjarverkfall

· Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 17. mars 2020 til kl. 00:00 fimmtudaginn 19. mars 2020 (tveir sólarhringar) - Allsherjarverkfall

· Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 24. mars 2020 til kl. 00:00 miðvikudaginn 25. mars 2020 (einn sólarhringur) - Allsherjarverkfall

· Frá og með kl. 00:00 fimmtudaginn 26. mars 2020 til kl. 00:00 föstudaginn 27. mars 2020 (einn sólarhringur) - Allsherjarverkfall

· Frá og með kl. 00:00 þriðjudaginn 31. mars 2020 til kl. 00:00 fimmtudaginn 2. apríl 2020 (tveir sólarhringar) - Allsherjarverkfall

Ótímabundið allsherjarverkfall verkfall frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 15. apríl 2020

Félagsmönnum mun að sjálfsögðu vera bættur sá skaði sem þetta veldur með greiðslum úr sjóðum FOSA . Ekki hefur enn verið ákveðið hver greiðsla úr sjóðum verður pr. dag en það mun verða kynnt sérstaklega.

EndFragment

StartFragment

Kæru félagar!

Dagana 17. – 19. Febrúar félagsmönnum FOSA sem starfa hjá

Sveitarfélögunum sendir rafrænir atkvæðaseðlar í tölvupósti þar sem þeir taka afstöðu til þess að boðað verði til þeirra verkfallsaðgerða sem hér hefur verið fjallað um.

Atkvæðagreiðslan nær til félagsmanna FOSA sem falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum á Austurlandi.

Mikilvægt er að þátttaka verði góð en til þess að kosningin sé gild þurfa 50% félagsmanna að taka þátt í könnuninni og meirihluti þeirra að samþykkja tillöguna. Hægt verður að greiða atkvæði frá kl. 09:00 mánudaginn 17. febrúar til kl. 20:00 miðvikudaginn 19. febrúar.

Kæru félagar!

Til að ná kjarasamningum strax er ljóst að það þarf að beita viðsemjendur þrýsting til að knýja fram kröfur okkar. Stundin er runninn upp til að sýna samstöðuna í verki og grípa til okkar sterkasta vopns – verkfallsvopnsins!

Kjörorð okkar er - Kjarasamninga strax!

Stjórn og starfsmenn félagsins eru boðnir og búnir til að svara þeim spurningum sem vakna. Við hvetjum líka fólk til að láta okkur vita ef það telur að félagið hafi ekki rétt tölvupóstfanga viðkomandi starfsmanns.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu FOSA á Reyðarfirði s. 474 – 1228, einnig á

netföngunum fosa@simnet.is eða fosa.formadur@gmail.com

Baráttukveðja!

Stjórn FOSA

EndFragment

EndFragment

bottom of page