top of page

Fræðslusetrið Starfsmennt

Ný röð jafnlaunastaðalsnámskeiða, fyrsta námskeið 20. jan. 2020

Námskeið um innleiðingu jafnlaunastaðals 2020 Endurmenntun Háskóla Íslands hefur bætt við nýrri lotu af námskeiðum sem varða innleiðingu janslaunastaðals. Aðildarfélögum Starfsmenntar gefst kostur að skrá sig á námskeiðin í gegnum heimasíðu okkar (sér að kostnaðarlausu) þar sem við fáum ákveðin fjölda sæta á hvert námskeið. Um er að ræða 5 sjálfstæð námskeið sem byggja á námsskrá velferðarráðuneytisins og er mælt með því að taka námskeiðin í tímaröð. Námskeiðin eru ætluð þeim sem stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Opið er fyrir skráningu á fyrsta námskeiðið "Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur" til og með 6.jan. til kl. 10:00 fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar. Námskeiðin eru haldin hjá EHÍ að Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

20. jan - Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur

27. jan. - Jafnlaunastaðall: II. Gæðastjórnun og skjölun

02. feb. - Jafnlaunastaðall: III. Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum

10. feb. - Jafnlaunastaðall: IV. Starfaflokkun

17. jan. - Jafnlaunastaðall: V. Launagreining

Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kosnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.

bottom of page