Starfsmennt
- fosa2018
- May 27, 2019
- 2 min read
Skráning á 14 tölvunámskeið - vefnámskeið, til og með 28. maí
Starfsmennt býður fjölda námskeiða til að efla tölvufærni. Þetta eru vefnámskeið sem þú stundar hvar og hvenær sem þér hentar best. Þú færð kennsluefni sent í tölvupósti, vinnur svo og skilar verkefnum í samráði við kennara.
Hugarkort - Mind Mapping
Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á praktískan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem glósutækni og til utanumhalds hvers konar upplýsinga.
Á námskeiðinu er kennd annars vegar aðferðafræði hugarkorta og hins vegar nýting þeirra með notkun á fríum hugbúnaði.
Myndvinnsla og myndavélar
Hér er mikil áhersla á vinnulag við stafrænar myndavélar, skipulag, röðun og leit að myndum ásamt grunnlagfæringum með frábæru (fríu) forriti. Auk þess kynnum við afar kröftugt (Photoshop samhæft) myndvinnsluforrit sem er hægt að fá frítt á netinu. Einnig er farið í gerð myndasýninga (slideshow) og tæpt stuttlega á vinnslu á myndböndum með Microsoft Movie Maker.
PowerPoint - Margmiðlun og kynningar
PowerPoint er öflugt verkfæri til að útbúa vönduð og eftirtektarverð gögn, s. s. glærur, litskyggnur, námsgögn og skjásýningar. Notandi hefur aðgang að mörg hundruð tilbúnum bakgrunnum og þarf aðeins að bæta við texta eða myndum til þess að útbúa lifandi og áhrifamikið efni. Bæta má t.d. við hreyfimyndum og hljóðupptökum sem auka áhrif
skjásýninga.
Skráning á 14 tölvunámskeið - vefnámskeið, til og með 28. maí
Almennt tölvunám, grunnur - Vefnámskeið Excel töflureiknir, grunnur - Vefnámskeið Excel töflureiknir, framhald - Vefnámskeið Fjársjóður Google og vefgerð - Vefnámskeið Outlook / Verkefna- og tímastjórnun - Vefnámskeið Tölvuleikni - Windows stýrikerfið - Vefnámskeið Vefsíðugerð - WIX - Vefnámskeið Word ritvinnsla - grunnur - Vefnámskeið Word ritvinnsla, framhald - Vefnámskeið Upplýsingamiðlun - Vefnámskeið Photoshop - Vefnámskeið - hægt að velja á milli stóra Photoshop CC eða Photoshop ELEMENTS (sem er byrjendavænni útgáfa).
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga