top of page

Viltu læra á tölvur?


Starfsmennt býður uppá fjölda námskeiða í tölvufærni. Þetta eru vefnámskeið sem þú stundar hvar og hvenær sem þér hentar best. Þú færð kennsluefni sent í tölvupósti og vinnur svo og skilar verkefnum í samráði við kennara.

Fjársjóður Google og vefgerð - Vefnámskeið

- Skráning til og með 19. mars.

Á þessu skemmtilega námskeiði er farið vítt og breytt í umfjöllum um öflug og ókeypis verkfæri frá Google og fleirum, með áherslu á raunhæfa notkun í starfi, námi og leik.

Við skoðum tól eins og Google Sites til vefsíðugerðar, Google Docs, sem inniheldur m.a. ritvinnslu og töflureikni með mörgum áhugaverðum möguleikum sem fyrirfinnast ekki í Word og Excel. Einnig skoðum við Google Calendar til skipulagningar og utanumhalds.

Upplýsingamiðlun - Vefnámskeið

- Skráning til og með 19. mars.

Miðlun efnis með nútímalegum hætti þannig að tekið sé eftir. Margmiðlunarefni með Office Mix og Microsoft Sway. Canva, Youtube & Powtoon. Issuee.com & eldra Publisher efni.

Outlook / Verkefna- og tímastjórnun - Vefnámskeið

- Skráning til og með 26. mars. Outlook er fjölþætt samskiptaforrit. Outlook er þægilegt í notkun en möguleikarnir mun fleiri en flestir notendur gera sér grein fyrir. Forritið sameinar kosti ýmissa annarra forrita og býr einnig yfir nokkrum nýjungum. Outlook er sérlega hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.

Fræðslusetrið Starfsmennt

Sími 550 0060

Skipholt 50b

Reykjavík 105

Iceland

bottom of page