Starfsmennt.
Vefnámskeið í þjónustu
Nú eru að hefjast fjögur vefnámskeið sem taka á ólíkum þáttum í þjónustustjórnun. Námskeiðin eru vefnámskeið sem þátttakendur geta stundað hvar og hvenær sem þeim hentar best. Eina sem þarf er aðgengi að tölvu.
Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 13. mars.
20 góð ráð í þjónustusímsvörun
Kennd eru gagnleg ráð til að stýra og stytta samtöl með markvissri spurningatækni og i samskiptum við erfiða einstaklinga. Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndskeiðum, viðtölum, krossaspurningum og verkefnum.
8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum
Tölvupóstsamskipti eru veigamikill þáttur í störfum margra. Fjallað er um alla helstu lykilþætti sem þarf að hafa í huga í þessum rafræna samskiptamáta þegar spara þarf tíma, auka afköst og veita betri þjónustu.
Umsagnir þáttakenda um 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum:
Búin að klára aftur og alltaf má bæta sig. Þetta var virkilega gott, aðgengilegt að vinna og gerir mann gagnrýnan á sjálfan sig varðandi tölvupóstsamskipti. Takk takk aftur 😊 Takk fyrir skemmtilegt og fræðandi námskeið. Þetta er námskeið sem ég hvet aðra til að taka.
Þjóðerni og þjónusta - Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti
Á námskeiðinu er fjallað um ýmis atriði sem gott er að hafa í huga þegar tekið er á móti erlendum gestum.
Service Quality, Hospitality and Cultural Differences
In this course you will learn the things that are important when serving tourists in general and identify the common characteristics associated with individual nationalities.
Smelltu hér til að lesa meira
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.