Starfsmennt Viltu læra á tölvur?
Starfsmennt býður uppá námskeið í tölvufærni. Þetta er vefnámskeið sem þú stundar hvar og hvenær sem þér hentar best.Þú færð kennsluefni sent í tölvupósti og vinnur svo og skilar verkefnum í samráði við kennara.
Næstu námskeið(framlengdur skráningafrestur til og með 5.feb.):
Excel töflureiknir, grunnur - Vefnámskeið
Nýtt námskeið þar sem farið er yfir grunnverkfæri í Excel töflureikni. Skoðað er hvernig nota á formúlur, s.s. summu, frádrátt, margföldun og deilingu og hvernig gögnin eru útlitsmótuð
Tölvuleikni -Windows stýrikerfið
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja kynnast viðmóti og virkni Windows stýrikerfisins betur. Meðal þess sem fjallað er um eru gluggar, möppur, viðmót, skráavinnsla, vistun, eyðing gagna og endurheimt.
Word ritvinnsla - grunnur - Vefnámskeið
Námskeið þar sem farið er yfiri grunnvinnslu í Word ritvinnsluforritinu. Kennt er hvernig hægt er að nota Word til að leysa margvísleg verkefni, t.d. sýna myndir, gröf og töflur.
Vefsíðugerð - WIX - Vefnámskeið Vefsíðugerð með Wix gerir öllum kleift að smíða góða heimasíðu frá grunni. Notandi þarf ekki að setja nein kerfi upp og engin þekking á forritun eða heimasíðugerð þarf til.
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga