Námskeið um innleiðingu jafnlaunastaðals
Ný lota jafnlaunastaðals- námskeiða
Undanfarin 3 ár hefur Fræðslusetrið Starfsmennt séð um að halda hagnýt námskeið þar sem skrefin í innleiðingu jafnlaunastaðalsins hafa verið kynnt; hverju þarf að huga að, hvernig tryggja megi kerfisbundna innleiðingu og að kröfur séu uppfylltar. Tilgangur námskeiðanna hefur verið að þátttakendur geti hafið vinnu við innleiðingu staðalsins á sínum vinnustað. Námskeiðin hafa gengið glimrandi vel og verið vel sótt en nú sér Endurmenntun Háskóla Íslands um utanumhald þessara námskeiða. Aðildarfélögum Starfsmenntar gefst þó áfram kostur að skrá sig á námskeiðin í gegnum heimasíðu okkar (sér að kostnaðarlausu) þar sem við fáum viss mörg sæti á hvert námskeið. Um er að ræða 5 sjálfstæð námskeið sem byggja á námsskrá velferðarráðuneytisins og er mælt með því að taka námskeiðin í tímaröð. Námskeiðin eru ætluð þeim sem stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Opið er fyrir skráningu á fyrsta námskeiðið "Jafnlaunastaðall: I. Kynning á jafnlaunastaðli og inngangur" til og með 9.nóv. fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Jafnlaunastaðall: III. Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum10. des.
Jafnlaunastaðall: IV. Starfaflokkun07. jan.
Jafnlaunastaðall: V. Launagreining14. jan.
Nánari upplýsingar og skráning
Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga.