Starfsmennt.
Námskeið til að styðja við innleiðingu jafnlaunastaðals – núna líka í fjarnámi.
Námskeið til að styðja við innleiðingu jafnlaunastaðals – núna líka í fjarnámi
Starfsmennt tók þátt í tilraunaverkefni um þróun og innleiðingu jafnlaunastaðals m.a. með því að bjóða upp á námskeið til að styðja við innleiðingu staðalsins fram til vorsins 2018. Þá var tilraunaverkefninu í raun lokið því lög og reglugerð um jafnlaunavottun höfðu verið staðfest. Utanumhald námskeiða fluttist því til Endurmenntunar HÍ frá og með hausti 2018. Starfsmennt greiðir þó áfram fyrir félagsmenn aðildarfélaga sinna á námskeiðin og nú hafa bæst við námskeið í fjarnámi.