top of page

Samkomulag um breytingu á kjarasamningum

Samkomulagið um útfærslu launaþróunartryggingar er gert í kjölfar rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins sem gert var í október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins.

Í rammasamkomulaginu er kveðið á um að starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt launaskrið á almennum vinnumarkaði verði það meira en hjá hinu opinbera. Með því er ætlunin að tryggja að laun opinberra starfsmanna sitji ekki eftir í almennri launaþróun.

Önnur mæling af þremur

Í samkomulaginu sem undirritað var í dag er horft til launaþróunar frá nóvember 2013 til nóvember 2017. Þetta er í annað skipti sem launaþróunin er mæld. Eftir síðustu mælingu, frá 2013 til 2016, voru laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu hækkuð um 1,3 prósent. Nú hækka laun starfsmanna hjá sveitarfélögum um svipað hlutfall, eða 1,4 prósent.

Laun félaga í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu hækka ekki að þessu sinni þar sem laun þeirra hafa hækkað meira en sem nemur hækkunum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu.

Þriðja og síðasta mælingin á launaskriði, vegna ársins 2018, verður gerð snemma á næsta ári.

Þann 1.mars 2018 undirrituðu aðilar Rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá 27.október 2015, samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun til aðildarfélaga BSRB vegna launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2013 til 2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1.janúar 2018.

Samningsaðilar eru sammála um að nýta launaþróunartrygginguna til hækkunar launatöflu aðila skv.gr.1.1.1. um 1,4% frá 1.janúar 2018.

Reykjavík 7.mars 2018

Undirritað af samninganefndum; Sambands íslenskra sveitarfélaga og aðildarfélaga innan BSRB

bottom of page