Starfstengd námskeið metin til launa
Starfsþróunarnefnd birtir hér reglur um framkvæmd gr. 10.2.1 og bókana um mat á starfstengdu námi með kjarasamningum frá 2015 til 2019 og lista yfir starfstengt nám sem nefndin staðfestir að uppfylli skilyrði um ávinnslu persónuálags skv. fyrrnefndu ákvæði kjarasamninga.
Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum.
Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið 2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest. Launagreiðendur og stéttarfélög beini erindum varðandi mat á námskeiðum sem ekki eru tilgreind á lista nefndarinnar til Starfsþróunarnefndar á netfangið starfsthrounarnefnd@samband.is.
Launabreyting samkvæmt gr. 10.2.1 í gildandi kjarasamningi aðila skal taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um lok náms, enda hafi þau borist fyrir 15. dag mánaðarins. Sjá nánari hér