top of page

Fræðslusetrið Starfsmennt

Tvö NÝ námskeið 2020: Gerðu ráð fyrir breytingum / Þrautseigja í lífi og starfi

Tvö ný námskeið hjá Starfsmennt á nýju ári,hægt að skrá sig nú þegar á heimasíðu Starfsmenntar.

Gerðu ráð fyrir breytingum - Hvernig getum við tekist á við þær? Ekki vera risaeðla! ... alltaf í sama gamla farinu, hrædd/ur við að takast á við breytingar... Viltu ekki frekar...

  • læra að skilja og þekkja ferli breytinga

  • þekkja aðferðir og leiðir til að takast á við breytingar

  • geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Þrautseigja í lífi og starfi - Að brotna ekki heldur rísa upp öflugri en fyrr

Finnur þú fyrir þeim öru breytingum sem fylgja nútíma vinnuumhverfi? Það getur verið stressandi, en þá er ÞRAUTSEIGJA lykilatriði. Á þessu námskeiði læra þátttakendur...

  • að skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér

  • að þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju

  • að beita þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju.

Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga

BREYTINGAR = TÆKIFÆRI

Staður og stund: 5. feb. kl. 09:00 - 12:00. Starfsmennt Fræðslusetur, Skipholti 50b, 105 Rvk. 3. hæð.

smennt.is

bottom of page