Search

Málþing BSRB um kulnun og álag í starfi

BSRB vekjum athygli á málþingi um kulnun og álag í starfi sem bandalagið stendur fyrir 15. febrúar kl.9-12 í sal 3 á Reykjavík Natura við Nauthólsveg Þar mun Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor við Gautaborgarháskóla, fjalla um málefnið út frá ýmsum hliðum. Hún flutti erindi í málefnahópi um vinnumarkaðinn og starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu á 45. þingi BSRB sem var látið afar vel af. Nú kemur hún til landsins með nýjar og spennandi óbirtar niðurstöður sem hún ætlar að kynna fyrir okkur. Til að létta lundina aðeins mun Hljómsveitin Eva taka þátt í málþinginu og segja frá persónulegri reynslu af kulnun í tali og tónum. Meira um málþingið á vef bsrb@bsrb.is

Starfsmennt Viltu læra á tölvur?

Starfsmennt býður uppá námskeið í tölvufærni. Þetta er vefnámskeið sem þú stundar hvar og hvenær sem þér hentar best.Þú færð kennsluefni sent í tölvupósti og vinnur svo og skilar verkefnum í samráði við kennara. Næstu námskeið(framlengdur skráningafrestur til og með 5.feb.): Excel töflureiknir, grunnur - Vefnámskeið Nýtt námskeið þar sem farið er yfir grunnverkfæri í Excel töflureikni. Skoðað er hvernig nota á formúlur, s.s. summu, frádrátt, margföldun og deilingu og hvernig gögnin eru útlitsmótuð Tölvuleikni -Windows stýrikerfið Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja kynnast viðmóti og virkni Windows stýrikerfisins betur. Meðal þess sem fjallað er um eru gluggar, möppur, viðmót, skráav

Samningafundur um vaktavinnu alla helgina.

Fulltrúar BSRB hafa setið á fundi ásamt viðsemjendum í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag og hafa fundir verið boðaðir alla helgina til þess að freista þess að ná saman um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk. „Það eru allir aðilar sammála um að nú ætlum við að gera atlögu að því að klára þessa umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein af stærstu kröfum BSRB í kjaraviðræðunum, sem staðið hafa frá því samningar nær allra aðildarfélaga bandalagsins losnuðu í byrjun apríl 2019. Nokkuð er síðan samkomulag náðist um útfærslu á þessu mikla hagsmunamáli la

Fræðslusetrið Starfsmennt

Fræðslusetrið Starfsmennt hefur um árabil boðið aðildarfélögum að sækja fjölbreytt úrval námskeiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um tiltekin starfstengd námskeið er að ræða og er sætafjöldi takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráning fer fram á vef Starfsmenntar. Starfsmennt greiðir þátttökugjöld á eftirtalin námskeið fyrir sína aðildarfélaga. Upplýsingar um allt nám og þjónustu má finna á vefnum okkar www.smennt.is 1) Vönduð Íslenska Hefst 29. JAN / Skráningu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar lýkur 14. JAN. 2) Fjarmál og rekstur - staðnám eða fjarnám Hefst 25. JAN. / Skráningu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar lýkur 18. JAN. 3) Grunnám í

Sérstök eingreiðsla

Í síðasta kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið um sérstaka eingreiðslu, kr. 42.500, sem greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf, sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember. Á sama hátt var í samningi við Ríkið samið um sérstaka eingreiðslu, 55.000 kr., sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi 

Stekkjarbrekku 8, 730 Reyðarfirði

Sími: 474 1228 - Netpóstur: fosa@simnet.is - fosa.formadur@gmail.com

Rknr: 0176-26-000778 - kt: 580687-1729

  • Facebook - White Circle
  • Twitter - White Circle
  • LinkedIn - White Circle

©2017 Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi